Forval vegna fullnaðarhönnunar rannsóknarhúss nýs Landspítala opnað

nyrspitaliOpnað hefur verið fyrir forval á fullnaðarhönnun að rannsóknarhúsi í Hringbrautarverkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökum um  Nýjan Landspítala. Í tilkynningunni segir að fjögur hönnunarteymi hafi skilað inn tilboði í verkefnið en þau eru: Hópurinn Grænaborg sem samanstendur af Arkstudio ehf, Hnit verkfræðistofa, Landmótun, Raftákn og Yrki arkitektar, þá skiluðuðu Mannvit og Arkís arkitektar inn sameiginlega tilboði, Corpus3 sem samanstendur af Basalt arkitektum, Hornsteinum arkitektum, Lotu ehf og VSÓ ráðgjöf Verkís og TBL arkitektar skiluðu inn sameiginlega. Fram kemur í tilkynningunni ap nú taki við yfirferð forvalsgagna en sú vinna er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila