Frá Covid-múgsefjun yfir í stríðsæsingu – Svíþjóð í fararbroddi

Sjónvarpsmaðurinn og fréttastjóri Swebbtv, Mikael Willgert t.v. ræðir í nýjum fréttaskýringaþætti við Magnus Stenlund um þann stríðsæsing sem einkennir stjórnmálaumræðuna í Svíþjóð í dag.

Frá því að hafa verið hlutlaust ríki hafa stjórnmálamennirnir sett Svíþjóð og Svía í fararbroddi í ferli, sem gæti raunverulega stigmagnast í hrikalegt stríð við Rússland. Nató átti að gera Svíþjóð öruggari en hið gagnstæða hefur þegar gerst. Magnus Stenlund segir í nýju viðtali hjá Swebbtv að „fólkið sem gerir þetta geti ekki verið með fullu viti.“

Fyrst kom covid, síðan „bóluefnið“ og núna stríð

Eins og Útvarp Saga greindi frá í síðustu viku stefnir Svíþjóð í bein átök við Rússland. Þannig á það að vera samkvæmt meginmiðlum. Um það ræddu þeir Mikael Willgert og Magnus Stenlund í nýjustu fréttagreiningu Swebbtv. Magnus Stenlund sagði:

„Okkur langar svo mikið til að geta selt vopn og farið inn í Nató. Þá verðum við að leggjast flatir og vera þeir duglegustu í bekknum. Við erum því þeir, sem tala um að verða þeir fyrstu til að afhenda orrustuflugvélar. Það er ekki afstaða Bandaríkjanna, þeir eru strangari. Og það eru mjög, mjög sterkar raddir þarna úti sem vilja hætta við þetta eða draga úr átökunum á ýmsan hátt.“

Fjölmiðlar kynda hugsunarlaust undir stríðsæsinginn

Mikael Willgert bendir á hlutverk fjölmiðla í þessu ástandi:

„En við förum í gagnstæða átt. Sænska kirkjan er að kanna hvernig hægt sé að halda fjöldajarðarfarir. Jafnvel innan hersins er verið að undirbúa sig fyrir viðamikið stríð, sem Svíar munu taka þátt í. Þannig að við erum að búa okkur undir stríð.“

Stenlund telur viðbrögð fjölmiðla stórfurðuleg. Enginn þeirra talar fyrir því að reyna að stöðva þetta allt saman. Stríðshugsunin er í staðinn það sjálfsagða.

„Það er talað um að það sé alls ekki útilokað að það verði stríð. Það er líka gert á þann hátt sem að það sé eitthvað óumflýjanlegt, þar sem við höfum enga aðra valkosti. Það veldur engum hugleiðingum eins og að segja þess í stað, að við eigum að hægja aðeins á okkur, stíga skref til baka og hugsa til botns í málinu. Því núna er þetta nákvæmlega eins og þú segir, núna getur hlutirnir stigmagnast og þá eigum við ekki að setja okkur í fremstu línu. Við höfum hvorki afl á bakvið orðin né aðra meginástæðu til að vera þeir, sem keyra hraðast áfram. Af hverju ættum við að gera það!?

Engin skynsamleg greining í þessu

„Ég held að þetta sé mikilmennskubrjálæði. Það eru margir, ekki síst bandarískir stjórnmálamenn, sem tjá sig á þann hátt að maður veltir því fyrir sér hvort þeir hafi yfirhöfuð gert einhverja afleiðugreiningu. Fólkið sem gerir þetta getur í raun ekki verið fullkomlega heilt. Þetta er mikilmennskubrjálæði. Það er það eina sem getur verið á bak við þetta. Það er engin skynsamleg greining í þessu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila