Svíþjóð á leiðinni í beint stríð við Rússland

Þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um afhendingu Svíþjóðar á Jas Gripen herþotum til Úkraínu, þá útilokar forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, ekkert í þeim efnum. Myndin sýnir sænsku herþotuna Jas 39 Gripen. Mynd © Ronnie Macdonald (CC BY 2.0)

Vaxandi vopnasendingar sænsku ríkisstjórnarinnar til Úkraínu færa Svíþjóð nær stríði við Rússland. Ef ríkisstjórn Ulfs Kristersson gengur svo langt að senda Gripen flugvélar til Kænugarðs verður það leiðin til „beinna árekstra“ við Rússland, segir Sergey Ryabkov aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í samtali við Sænska Dagblaðið SvD.

Samkvæmt Sænska Dagblaðinu segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að Svíþjóð muni lenda í beinum átökum við Rússland, ef Svíþjóð sendir stríðsþotur sínar til Úkraínu. Í stað þess að vera hlutlaust land með samningaviðræður að vopni og mikinn alþjóðlegan velvilja, þá valdi elítan í Svíþjóð að styðja umboðsstríð glóbalistanna gegn Rússlandi. Samkvæmt NATO hófst stríðið árið 2014 en ekki 2022. Glóbalistarnir í Svíþjóð völdu einnig að ganga í bandaríska hernaðarbandalagið Nató, þrátt fyrir vitneskju um, að Bandaríkin og Noregur gerðu hryðjaverkaárás á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í september síðastliðnum. Bandaríski rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh uppljóstraði um árásina.

Fjölmiðlar undirbúa Svía fyrir stríð

Ný ríkisstjórn Svíþjóðar ýtir undir stríðið meira en sú fyrri og sendir gríðarmikla stríðspakka til Úkraínu m.a. með stórskotaliðskerfum, háþróuðum skriðdrekum og herbílum. Svíþjóð stefnir því í beina árekstra við Rússland eins og æ betur er að koma í ljós.

Nýlega kom frétt í Sveriges Radio, um að „nægur matur sé til ef til stríðs kemur – en við verðum að borða minna kjöt“. Á sama tíma undirbýr sænska kirkjan sig undir að geta jarðað allt að hálfa milljón Svía ef til stríðs kemur eins og sagt var frá í síðustu viku. Sérhver sókn þarf að geta jarðað allt að 5% sóknarmeðlimanna. Jarðarfarirnar þurfa að geta gerst á tiltölulega skömmum tíma og alls staðar í landinu.

Vinna að því að bjarga mikilvægum menningararfi Svíþjóðar

Lénsstjórnir auka vinnu við að bjarga sænskum menningararfi frá því að „eyðast“ í stríði. Til dæmis skrifar lénsstjórnin í Gävleborg:

„Lénsstjórnirnar auka vinnu við að greina, velja og merkja þau menningarverðmæti í þeim lénum sem hafa hvað mesta þjóðlega þýðingu. Í stríði er algengt, að menningarverðmæti verði skotmark í árásum.“

Sergej Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir í samtali við SvD, að Svíþjóð stefni í „beina árekstra“ við land sitt ef sænsk stjórnvöld sendi Gripen herþotur til Úkraínu. Hann bendir að auki á það, að aðild að Nató muni ekki auka öryggi Svíþjóðar.

Engin afhending herþota frá Svíþjóð til Úkraínu núna en „ekkert er útilokað“

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur nýlega lýst því yfir að „ekkert sé útilokað“ varðandi afhendingu Gripen herþota til Úkraínu, þótt afhending herþota sé ekki á borðinu. Hann segir því samtímis að það sé engin ákvörðun um slíkt núna, þá geti slík ákvörðun komið síðar. Hann segir í viðtali við Dagens Nyheter „að það séu alltaf takmörk í stríði áður en maður verði í raun og veru hluti af stríðinu.“

Í byrjun janúar kom í ljós, að Svíþjóð verður það Nató-land sem fyrst verður sent af stað, ef til stríðs kemur við Rússland í Eystrasalti, því „Svíþjóð er nálægast.“ Það verða því hvorki hersveitir frá Bandaríkjunum eða Bretlandi sem fara fyrst gegn Rússum heldur sænski herinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila