Framboði Katrínar Jakobsdóttur mótmælt á Vestfjörðum

Framboð Katrínar Jakobsdóttur er ekki viðeigandi og það er mjög óábyrgt að hlaupast frá ókláruðum verkum og valda þar með usla í samfélaginu sem var þó nægur fyrir. Katrín yrði heldur ekki góður talsmaður viðkvæmra sjávarbyggða þar sem hún hefur veitt flokki formennsku sem helst er þekktur fyrir að standa í vegi fyrir veiðum og þar með gegn lífsviðurværi fólksins í sjávarbyggðum. Þetta segir Einar Mikael smiður og töframaður.

Einar stóð fyrir mótmælum við Fiskmarkaðinn á Patreksfirði þar sem Katrín var í heimsókn og kynnti áherslumál sín í kosningabaráttunni.

Sér auðveldlega í gegnum sjónhverfingarnar

Einar segist í samtali við fréttavef Útvarps Sögu hafa rætt við fjölda sjómanna sem séu mjög ósáttir við framboð Katrínar og ákvað að standa fram fyrir skjöldu og vekja athygli á þeirri óánægju. Einar segir að þar sem hans sérsvið sé töframennska sem að stórum hluta byggist á sjónhverfingum þá sjái hann mjög auðveldlega í gegnum þær sjónhverfingar sem stjórnmálamenn, þar á meðal Katrín beiti gagnvart þjóðinni. Á meða spilagaldrinum stóð sagði Einar Katrínu meðal annars hvernig afkoma sjávarbyggða hafi versnað til muna undanfarna áratugi.

Einar bendir á að hér á landi hafi í raun ekki farið fram frjálsar kosningar um langa hríð og það hafi nú fengist staðfest með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í gær.

Hann segir að hann hafi því í samráði við þá sjómenn sem hann hafi rætt við ákveðið að koma þessari óánægju með framboð Katrínar á framfæri við hana sjálfa. Hann segir að hann hafi þó lagt upp úr því að skilaboðunum yrði komið á framfæri með jákvæðum hætti.

Því að hafi hann klætt sig upp í sjógalla og haldið til fundar við Katrínu og sýnt henni meðal annars spilagaldur sem einmitt byggir á sjónhverfingum. Þá hélt Einar sem leið lá út á plan Fiskmakaðarins þar sem hann tendraði neyðarblys sem hann segir tákna þá neyð sem litlar sjávarbyggðir standa frammi fyrir.

Sjá má myndbönd sem og myndir frá mótmælunum hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila