Framboðum mismunað og boðskapur kemst ekki til skila

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent frá sér ávarp þar sem hann segir RÚV mismuna frambjóðendum og þar með séu frambjóðendur til embættis forseta Íslands sem lenda í því að eiga í erfiðleikum að koma boðskap sínum og stefnumálum á framfæri. Það geri einnig Heimildin sem hafi fengið 100 milljónir úr vasa skattgreiðenda.

Þetta eigi til dæmis við um framboð Ástþórs sem hafi mikilvægan boðskap fram að færa við þjóðina. Ástþór segir þetta ekki síst alvarlegt þar sem RÚV fái hundruð milljóna króna af almannafé til þess að nýta í að fjalla um framboðin í aðdraganda kosninga. RÚV kjósi að hampa sumum frambjóðendum á kostnað annara.

Hér að neðan má sjá ávarp Ástþórs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila