Framlög til meðferðarstarfs Samhjálpar háð duttlungum stjórnmálamanna

Vörður Levý Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Framlög til meðferðarstarfs Samhjálpar sem rekið er í Hlaðgerðarkoti er háð því hvort sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma ber góðan til þess meðferðarstarfs sem þar er unnið. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Varðar Levý Traustasonar framkvæmdastjóra Samhjálpar í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Hann segir erfitt að reka meðferðarstarf undir slíkum kringumstæðum en allt kapp sé þó lagt á að hjálpa öllum þeim sem leita að aðstoð “ við erum að reyna að vinna að því að fá samning við ríkið, það er dapurlegt og erfitt að reka svona úrræði sem Hlaðgerðarkot er og fá að vita kannski 21.desember hvað við fáum mikið á fjárlögum því það er bara happa og glappa hvað sitjandi ríkisstjórn er hlynnt þessu eða ekki„,segir Vörður. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan en Vörður greinir þar nánar frá því mikilvæga starfi sem fram fer í Hlaðgerðarkoti. Smelltu hér til þess að skoða vefsíðu Samhjálpar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila