Framsal á ákvörðunum í heilbrigðismálum til WHO er valdarán

Með farsóttarsáttmála alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO er verið að gjörbreyta sambandi WHO við þjóðríkin sem eiga aðild að stofnuninni á þann hátt að WHO hættir að vera ráðgefandi og gefur þess í stað bindandi tilskipanir. Umræða um alvarleika málsins sé nauðsynleg en alþingismenn hafi ekki andmælt þessu ennþá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og lögmanns í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Arnar segir að þar með verði ríkin ekki þeir varðturnar gagnvart almenningi eins og þau ættu að vera. Hann segir alvarleikastigið í málinu vera miklu meira en sú lélega umræða, sem verið hefur um málið á Alþingi, gefur til kynna. Frumvarpið um nýju sóttvarnarlögin opni flóðgáttir og gefur WHO allsherjarvald og þar með færi á að setja nánast hvað sem er inn i nýja reglugerð sem okkur er svo ætlað að lúta. Sú litla umræða sem hefur farið fram á Alþingi um sóttvarnarmálin sé í raun lágkúra og líkast því að þjóðin sé á valdi skuggavalda sem við þekkjum ekki.

Hægt að þvinga fólk með margvíslegum aðgerðum

Arnar Þór segir að til þess að undirstrika alvarleika málsins verði fólk að átta sig á því sem er að gerst. Þessi alþjóðareglugerð feli í sér verulegar breytingar frá því sem við þekkjum í dag. Þar kemur fram að það eigi að fella út úr reglugerðinni ákvæðin sem gera ráð fyrir að það beri að bera fulla virðingu fyrir mannlegri reisn, mannréttindum og grundvallarfrelsi fólks. Þess í stað eigi að tala um jafna stöðu fólks, einhvers konar samræmi. Þá eigi að skerða trúnaðarsamband læknis við sjúkling.

Arnar segir að einnig að halda megi fólki í varðhaldi og vista það á stofnunum ásamt því að koma í veg fyrir ferðalög og þvinga upp á fólk alls kyns inngripi í nafni heilsuverndar.

„það er að segja að við eigum að undirgangast alls konar próf, það megi sprauta okkur og megum sæta því að þurfa að undirgangast læknisskoðun reglulega. Í þessum tilgangi er einnig verið að leggja það til að það megi líka skerða málfrelsi, það megi til dæmis ekki efast um þá vísindalegu línu sem lögð er “ segir Arnar.

Valdarán i uppsiglingu

Þá segir Arnar að með samþykkt sáttmálans sé Tedros framkvæmdastjóra WHO afhent persónulega gríðarleg völd.

„honum er til dæmis falið það vald að geta lýst yfir alþjóðlegri heilbrigðisvá. Þá fer allt kerfið á neyðarstig og það sem gerist og gerðist náttúrulega í öllum alræðisríkjum tuttugustu aldar að þá verða öll mannréttindi afnumin“ segir Arnar.
Þá kom fram í þættinum að eignarhald á WHO er að langmestu leyti í höndum einstaklinga og lyfjarisanna. Aðildarríkin eigi 16% í WHO en aðrir 84% og þannig séu óþekktu einstaklingarnir að ná hreðjartaki á stofnuninni með fjármunum sínum. Framsal valds til þessara aðila sé valdarán.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila