Framsóknarmenn vilja endurskoða tekjuskattskerfið í þágu tekjulágra

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Framsóknarmenn vilja endurskoða tekjuskattskerfið með það að markmiði að draga úr skattbyrði á tekjulægri hópa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigurður segir að flokkurinn myndi framkvæma breytingarnar með þeim hætti að greiða út persónuaflátt til þeirra sem séu með tekjur lægri en meðaltekjur og færa skattbyrgðina yfir á þá sem séu yfir meðaltekjum “ meðal annars með dálítið flókinni aðgerð sem heitir útgreiðanlegur persónuafsláttur, hann hvetur til vinnu, hann nýtist best þeim sem minnst hafa eða eru í hlutastörfum, en þeir sem eru komnir vel yfir það sem teljast vera meðaltekjur njóti ekki persónuafsláttar„,segir Sigurður. Viðtalið við Sigurð má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila