Frelsi einstaklinga skert í sífellu í smáum skrefum

Arnar Þór Jónsson lögmaður og Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor í læknisfræði við Harvard háskólann í Boston í Bandaríkjunum

Standi fólk ekki vörð um frelsi sitt er hætta á að borgaralegt frelsi sé skert sífellt meira, í smáum skrefum. Merki eru um að slíkt sé farið að gerast nú þegar. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Í leit að sannleikanum þar sem fjallað var um veirufaraldurinn, bólusetningar barna og unglinga, bóluefnapassa og ferðatakmarkanir en í þættinum ræddi Arnar Þór Jónsson lögmaður við Dr Jón Ívar Einarsson, prófessor í læknisfræði við Harvard háskólan í Boston í Bandaríkjunum.

Jón Ívar segir að bóluefnapassar, sem eru mikið til umræðu þessa dagana, séu algerlega gagnslausir sé horft til virkni bóluefna, útbreiðslu veirunnar, áhrif veirunnar og annara þátta. Arnar sagði í þættinum það vera umhugsunarefni hvernig ríki víða um heim hafi í raun nýtt tækifærið í faraldrinum og beitt borgarana ofríki, þótt það sé ekki komið á það stig hérlendis ennþá, lítið þurfi þó útaf að bregða.

Fram kom í þættinum að þáttur fjölmiðla væri þar ríkur þar sem fréttaflutningur væri einhliða og keyrt væri á ákveðnum áróðri þar sem sagt er hvernig almenningur eigi að haga sér samkvæmt ráðum yfirvalda og þegar fólk sé svo farið að hlýða því án mótmæla sé hætta á að ríkið stígi sífellt lengra.

Eitt af því sem gæti mögulega verið næsta skref er upptaka bólusetningapassa hér á landi, spurningin sem þurfi að velta fyrir sér í þeim efnum sé sú hver valdmörk ríkisins eigi að vera og hversu langt megi ganga í frelsinsskerðingum, hvar mörkin liggi milli réttmætra takmarkana og valdníðslu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila