Fresta gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta gildistöku nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem taka átti gildi 3. apríl næstkomandi. Frestunin er sögð vera til komin vegna vandkvæða við úrlausn tæknilegra atriða og því ekki gert ráð fyrir að reglugerðin taki gildi fyrr en í byrjun júlí. Reglugerðin sem um ræðir mun leysa af hólmi eldri reglugerðir um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, auk reglugerða um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja.  Með nýju reglugerðinni er lögð áhersla á rafrænt umhverfi lyfjaávísana, fjallað um lyfjaávísanagátt Embættis landlæknis, eyðingu upplýsinga og kröfur til sjúkraskrárkerfa sem útgefendur nota til að senda rafrænar lyfjaávísanir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila