Fréttir vikunar: Forsetaframboðin -ríkisstjórnin þorir ekki í kosningar

Í þættinum Fréttir vikunnar í dag var Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Rætt var um forsetakosningarnar, fjölmiðla og ríkisstjórnina.

Sjónvarpsstöðvarnar þurfa að standa sig betur

Guðmundur sagði að þeir frambjóðendur sem hefðu komið fram væri allt frambærilegt fólk með mismundai bakgrunn og hópurinn því afar fjölbreyttur. Frambjóðendur séu misþekktir eins og gengur og segir Guðmundur að þá reyni á fjölmiðlanna og ekki síst sjónvarpsstöðvarnar að sinna sínu hlutverki og gefa öllum frambjóðendum kost á því að kynna sig og stefnumál sín vel og rækilega. Hann segir að honum finnst því miður að meginstraums sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki staðið sig sérlega vel í því hlutverki og ljóst að vel sé hægt að gera mun betur í þeim efnum. Fram kom í þættinum að frambjóðendur væru mjög frambærilegt fólk og spennandi barátta framundan.

Nýr matvælaráðherra á að veita Hval hf veiðileyfi

Í þættinum var einnig fjallað um ríkisstjórnina og stjórnmálaástandið. Hann segir það helst einkenna ráðherra ríkisstjórnarinnar sé sá flótti sem þeir séu á. Þeir skipti um ráðuneyti til þess að forðast óþægileg mál, til að mynda þegar Svandís fór úr stóli matvælaráðherra vegna hvalveiðimálsins. Nú sé þar kominn nýr ráðherra sem ekki sé búinn að afgreiða leyfi til Hvals hf og segir Guðmundur að þetta sé ekki mjög flókið, ráðherrann eigi að vinna vinnuna sína og veita leyfið eins og honum ber.

Félagsmálaráðherra gefur loforð sem aðrir eiga að standa við

Guðmundur gefur lítið fyrir þær skýringar Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra að Tryggingastofnun þurfi eitt og hálft ár til þess að aðlagast breytingurm á örorkulífeyriskerfinu. Þarna sé ráðherran einfaldlega að gefa einhver loforð sem hann ætli að setja í hendurnar á næstu ríkisstjórn og ætlar henni að framkvæma.

Í þættinum vék Guðmundur einnig af sífelldum fundum Sigurðar Inga um samgöngumál. Það sé haldinn fundur á fund ofan en það gerist hins vegar ekki skapaður hlutur. Það sama sé að segja um Guðlaug þór varðandi orkumálinn, það sé ekki nóg að vera með allt tilbúið í orkumálunum ef ekkert gerist. Það sé engin afsökun að VG standi í vegi fyrir því því það þýði einfaldlega að ríkisstjórnin komi þessum málum í framkvæmd og þá beri ríkisstjórninni einfaldlega að fara frá. Ríkisstjórnin hins vegar þori ekki í kosningar því hún viti að Samfylkingin muni vinna kosningarnar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila