Fréttir vikunnar: Erlend áhrif á íslenska efnahagsstefnu – hagsmunir almennings í húfi

Í þættinum Fréttir vikunnar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir þær helstu fréttir sem hafa verið hvað mest í umræðunni í þessari viku. Rætt um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Sú ákvörðun vakti litla hrifningu þeirra félaga sem undirritað hafa kjarasamninga að undanförnu og þá hafði ákvörðunin þau áhrif að gengi allra bréfa í kauphöllinni lækkuðu. Í þættinum sögðu Arnþrúður og Pétur að rökstuðningur Seðlabankans fyrir ákvörðun sinni hafi verið mjög ósannfærandi og bætti Arnþrúður við þetta liti út fyrir að verða orðið einn skrípaleikur. Hagsmunir almennings séu í húfi og mikilvægt að hér séu ekki brögð í tafli.

Því tengdu voru húsnæðismálin rædd og kom fram að fólk gæti ekki keypt húsnæði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Arnþrúður sagði að staðan í húsnæðismálunum væri ekki ný af nálinni og blekkingum væri ausið sí og æ yfir almenning. Þá sé verið að taka peningaseðla úr umferð og það sé eitt af því sem verið er að gera til þess að framfylgja þessari stefnu.

Þetta sé í raun gegnum gangandi um allt samfélagið og almenningur er látinn lifa í þessari blekkingarveröld. Stefnan sé að koma sem flestum í leiguhúsnæði svo fólk verði eignalaust. Með auknum álögum á sveitarfélögin sé nokkuð ljóst að þau verði að selja eignir til að standa undir rekstrarkostnaði og verði fyrir bragðið eignalaus. Þetta sé kaldrifjuð stefna og engin tilviljun, sem megi rekja til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og fólk tekur við boðskapnum í góðri trú..

Hlusta má á þessar og fleiri fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila