Fréttir vikunnar:  Forsetaframbjóðendur þurfa að tala af hreinskilni

Í þættinum Fréttir vikunnar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir þau helstu fréttamál í vikunni ásamt Arndísi Ósk Hauksdóttur presti og var komið víða við í þættinum.

Það var meðal annars rætt um baráttuna um Bessastaði. Nú fer að færast fjör í leikinn því kappræður milli frambjóðenda eru að hefjast fyrir alvöru. Í þættinum kom fram að mikilvægt væri að frambjóðendur yrðu spurðir beinna spurninga um afstöðu sína til mikilvægara mála. Sem dæmi um söluna á Landsvirkjun sem og afstöðu þeirra til alþjóðastofnana og samtaka sem ásælast hér völd og auðlindir. Forsetaframbjóðendur verða að tala af hreinskilni og upplýsa kjósendur um aðkomu þeirra að alþjóðastofnunum og hvaða hlutverki þeir gegna ef svo ber undir.

Katrín Jakobsdóttir sérstakur sendiherra WHO

Í þættinum var rætt um hið umdeilda valdaframsal til WHO í sóttvarnarmálum aðildarríkjanna og breytingum á alþjóðaheilbrigðis reglugerðinni sem feli í sér miklar skerðingar á mannréttinum. Þetta séu mál sem frambjóðendur verði að tjá sig um og svara til um afstöðu sína, ekki síst vegna þess að Katrín Jakobsdóttir er sérstakur sendiherra hjá WHO. Um sé að ræða ógn sem vofir yfir landinu og varðar fullveldi Íslands, ógn sem oftar en fæst ekki rædd og er afskrifuð sem samsæriskenning í þeim tilgangi að þagga málið niður.

Hér í spilaranum að neðan má hlusta á umræður um þessar og fleiri fréttir vikunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila