Fréttir vikunnar: Friðhelgi þingsins rofið, uppnám vegna Eurovísion, og vantrauststillaga á Svandísi

Í þættinum Fréttir vikunnar fóru þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir þau helstu fréttamál sem voru til umræðu í vikunni.

Meðal annars var rætt um friðhelgi Alþingis en eins og flestum er kunnugt ógnaði íraskur hælisleitandi öryggi þingsins þegar hann klifraði yfir öryggisgirðingu á þingpöllunum og hrópaði ókvæðisorð að þingmönnum og ráðherrum en hann var ásamt tveimur öðrum hælisleitendum fjarlægður af lögreglu og öryggisvörðum.

Einnig var fjallað um tengsl hælisleitandans við Íslendinga sem hlut eiga að máli. Ljóst er að það hefur færst í vöxt að veist sé að ráðamönnum þjóðarinnar. Jafnframt hafi hnífstunguáársum fjölgað verulega og síðast í gær hafi tveir menn verið stungnir í verslun á Hliðarenda af Sýrlendingi sem á langan brotaferil hér á landi. Ísland sé að gjörbreytast.

Eurovísionkeppnin í óvissu ennþá

Þá ræddu Arnþrúður og Pétur um vandræðaganginn í kringum Eurovision og hvernig RÚV virðist hafa kvikað frá fyrri afstöðu sem var að leyfa þeim flytjanda sem ynni söngvakeppnina að ráða því hvort hann tæki þátt í aðalkeppninni í Svíþjóð í maí. . Möguleg vantrausttillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur var einnig rædd en Svandís snýr aftur á þing eftir helgi eftir því sem fréttir herma.

Nú bíða margir eftir því hvort vantrauststillaga verði lögð gegn Svandísi á ný vegna hvalveiðimálsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki eftirgjöf í málinu.Þá var rætt um stöðu einkarekinna fjölmiðla og nýjar tillögur sem menningarmálaráðherra er að kynna.

Umræður um þessar og fleiri fréttir úr vikunni má heyra í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila