Fréttir vikunnar: Stjórnarkreppan á Ítalíu, Valdagræðgi WHO og öfgarnar á Íslandi

Það var víða komið við í þættinum Fréttir vikunnar í dag en í þættinum fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir það helsta sem verið hefur í umræðunni í vikunni og sitthvað fleira.

Stjórnarkreppan á Ítalíu hefur vakið heimsathygli undanfarna daga og þegar kosningar verða segir Pétur að það geti skipt verulegu máli hvernig þær fara hvað varðar framtíð Ítalíu, en það er ekki á vísan að róa þegar kemur að Ítölskum stjórnmálum því þar er meðal líftími ríkisstjórna aðeins um eitt ár. Það hefur þó ekki alltaf verið svo.

„það var eitt sinn flokkur þarna Kristilegir demókratar ásamt einhverjum smáflokkum sem stjórnuðu, þar var líka kommúnistaflokkur sem ekki fékk að vera í ríkisstjórn, þetta hefur breyst og nú er þessi kristillegi demókrataflokkur ekki til lengur svo þetta hefur talsvert breyst“ segir Pétur.

Þá var rætt um gasskortinn í Evrópu sem ógnar íbúum evrópulanda og eru menn farnir að slökkva ljósinn og nota kalt vatn í stað heita vatnsins í þeim tilgangi að spara orku. Staðan sem skapast gæti væri skelfileg.

„það er þá við því að búast að í stað þess að fá fréttir um hversu margir hafi látist úr Covid fáum við í staðinn fréttir af því hversu margir dáið úr kulda, það gefur alveg augaleið og auðvitað gengur þetta ofstæki ekki“ segir Arnþrúður.

Valdagráðugir lyfjarisar reyna að ná allsherjar yfirráðum yfir fullveldi ríkja í heilbrigðismálum í gegnum WHO sem er í þeirra eigu að stærstum hluta.

„þar er einn maður sem fær þetta alræðisvald og það er framkvæmdastjórinn. Hann bara ákveður hvenær sé heimsfaraldur og hvenær ekki, hann segir að nú sé apabólan heimsfaraldur þó það séu bara 16 þúsund smitaðir og ef þeir fá þessi völd þurfum við að lúta ákvörðunum hans og öllu því sem honum dettur í hug“ segir Arnþrúður.

Þá komu hin fjörugu og skrautlegu stjórnmál í Bandaríkjunum til tals í þættinum og tilraunir demókrata til þess að ná að lögsækja Donald Trump fyrrverandi forseta, tilraunir sem líklegar eru til þess að renna út í sandinn þar sem Trump hefur gefið sterklega í skyn að hann muni bjóða sig fram til forseta á ný. Á sama tíma virðist lítill áhugi fyrir Joe Biden sem hefur tapað stórum hluta síns fylgis.

„Donald Trump ætlar að vera á undan þeim sem hyggjast lögsækja hann og bjóða sig fram til forseta, þannig þetta gæti orðið frétt morgundagsins“ segir Arnþrúður.

Öfgarnar á Íslandi vaða uppi eins og enginn sé morgundagurinn og sést glögglega hvað varðar umhverfis og loftslagsmál og benti Arnþrúður á að nú sé farið að draga úr veiðum og framleiðsla á vörum eins og gerviþorski sé hafinn sem framtíðarkynslóðir eiga að gera sér að góðu og naga.

„svo er verið að segja að þetta sé til þess að draga úr loftslagsvánni, ég verð nú að segja eins og er að ég var að tala við konu sem hringdi í mig frá Marokkó og þar er 47 stiga hiti sem er bara óskop venjulegt veður á þessum slóðum, það hefur bara ekki ratað í fréttir“

Hlusta má á fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila