Fréttir vikunnar: Sýknudómur um hryðjuverk, glæpir hælisleitenda og stríðsbrjálæðið

Í þættinum fréttir vikunnar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir þau helstu fréttamál sem upp komu þessa viku. Rætt var um hryðjuverkamálið svokallaða og þá sérstöku stöðu að í tengslum við málið kom upp nafn föður ríkislögreglustjóra sem verið hefur umfangsmikill vopnasali hér á landi. Það sé sérkennilegt að hann sem var uppvís af því að vera með ólögleg skotvopn í fórum sínum hafi ekki verið ákærður í málinu fyrir vopnalagabrot líkt og þeir tveir piltar sem í vikunni hlutu dóm fyrir.

Einnig var fjallað um glæpi sem hælisleitendur hafa framið hér á landi og þá aukningu sem orðið hefur í slíkum málum. Mjög lítið sé rætt um þessi mál og sér í lagi hnífaárásarmálið þar sem hælisleitandi stakk tvo menn en sá hælisleitandi hefur á bakinu tugi lögreglumála auk dóms fyrir hótanir gagnvart vararíkissaksóknara.

Hlusta má á þessar og fleiri fréttir í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila