Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum fyrsta svæðið sem friðlýst er gegn orkuvinnslu

Jökulsá á Fjöllum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Í tilkynningu segir að þetta sé fyrsta friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Undirritunin fór fram í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. 

Þá segir í tilkynningunni að Jökulsá á Fjöllum sé merkileg fyrir það hvernig vatnsafl hennar hefur sorfið og mótað Jökulsárgljúfur þar sem samankomnar eru nokkrar af helstu perlum íslenskrar náttúru. Dettifoss er álitinn aflmesti foss Evrópu og í honum megi skynja þá krafta sem myndað hafa Ásbyrgi og Hljóðakletta. 

þetta eru tímamót í friðlýsingum. Árið 2013 samþykkti Alþingi rammaáætlun og í því fólst m.a. að ákveðnar virkjanahugmyndir voru í raun teknar út af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkuvinnslu. Það er síðan nú með átaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem loks er ráðist í þessar friðlýsingar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila