Frumkvæðið um val á bóluefnum tekið af Íslandi frá degi eitt – Dularfullt að leynd hvíli yfir grundvallarskjölum reglugerðar

Það er í hæsta lagi dularfullt að heilbrigðisráðherra neiti að sýna þau skjöl sem hún segir að hafi verið til grundvallar þeirri reglugerð um sóttkví sem nú hefur verið úrskurðuð að hafi ekki átt sér stoð í lögum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksinns í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hún segir margt vera skrítið hvað varðar hina umdeildu reglugerð, það sé til dæmis undarlegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð sem sett sé af heilbrigðisráðherra.

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins

Einnig segir hún að svo virðist sem Ísland hafi lítið forræði þegar kemur að ákvarðanatöku vegna kaupa á bóluefnum hingað til lands og segir Anna að frumkvæðið þegar kemur að þeim málum hafi verið tekið af Íslandi frá degi eitt. Hún sé mjög hugsi yfir þessari þróun sem hún telur vera mjög slæma.

Þá sé mikil upplýsingaóreiða í kringum faraldurinn, bæði erlendis og hérlendis ekki vera til þess að hjálpa. Anna segir að hún óttast að þegar allt komi til alls sé grafið undan tiltrú almennings á sóttvarnaraðgerðum og að samstaðan meðal almennings bresti á endanum.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila