Fullveldið er þyrnir í augum þeirra sem aðhyllast alþjóðavæðingu fjármagnsins

Arnar Þór Jónsson lögmaður og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra

Fullveldið er sem þyrnir í augum þeirra sem aðhyllast alþjóðavæðingu fjármagnsins því það er nátengt því sem við skilgreinum sem þjóðríki og er ákveðin hindrun fyrir framgang alþjóðavæðingarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi ráðherra í þættinum Í leit að sannleikanum í dag en hann var gestur Arnars Þórs Jónssonar lögmanns.

Ögmundur segir að það sem fjármagnið geri sé að reyna að ryðja þessum hindrunum, meðal annars þjóðríkjum og sveitarfélögum úr vegi sínum því þær veiti almenningi aðgang að ákvarðanatöku, til dæmis með kosningum

„þessu vill alþjóðavæðing fjármagnsins ryðja í burtu, það er sem sé lýðræðið sem á í höggi við alþjóðlegt auðvald, en það er reynt að nota hugtökin gegn þessari baráttu, sem er lýðræðisleg barátta“ segir Ögmundur.

Ögmundur segir að hægt sé að takast á við þessi öfl alþjóðavæðingarinnar en í þeirri baráttu skipti samtakamátturinn mjög miklu máli, að auki sé ekki eingöngu um varnarbaráttu að ræða heldur sóknarbaráttu.

„við þurfum öll að vera samferða í þessari varnarbaráttu og sóknarbaráttu, við skulum ekki gleyma því að það er hægt að vinna þennan slag, en til þess að svo verði þá verður fólk að vakna, átta sig á hvað er að gerast í heiminum því þessi alþjóðavæðing sem er að eiga sér stað í heiminum sem margir hafa tekið opnum örmum er ekkert annað en ásælni einokunarkapítals“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila