Gæta þarf að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja

thorsteinnviglundsfrettaÞorsteinn Víglundsson frambjóðandi Viðreisnar segir að besta leiðin til þess að tryggja næga samkeppni á markaði hérlendis sé að gæta þess að auðvelt sé fyrir fyrirtæki að hasla sér völl á markaði og hafa virkt eftirlit með samkeppnismálum. Þorsteinn sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir jafnframt á að að huga þurfi sérstaklega að jarðveginum fyrir litlu og meðalstóru fyrirtækin „ þessi fyrirtæki þurfa einfalt rekstrarumhverfi og þau þurfa hagstætt vaxtaumhverfi, stærstu fyrirtækin geta betur unnið í flóknu umhverfi og eiga til dæmis auðveldara með að tryggja sér aðgang að erlendu lánsfé, það geta litlu og meðalstóru fyrirtækin ekki„,segir Þorsteinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila