Galið að stjórnmálamenn geti ekki rætt pólitík án þess að fá á sig kærur

Það er algerlega galið að stjórnmálamenn geti ekki fengið að ræða pólitík og viðra skoðun sína í pólitískum málum án þess að fá á sig kærur fyrir meinta hatursorðræðu. Þetta segir Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og yfirtollvörður en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Guðbjörn vísar þarna í pistil Bjarna Benediktssonar um tjaldbúðarmótmælin sem hefur verið gagnrýndur og sagður vera meintur hatursboðskapur. Guðbjörn segir að allt frá hruni hafi Sjálfstæðismenn hafa mátt þola einelti og ofbeldi af hálfu vinstrmanna og stjórnleysingja og hafi ekki varist og því séu vinstri menn og stjórnleysingjar orðnir svo öruggir með sig að þeir haldi áfram að koma fram með þessum hætti og kæri ráðherra fyrir meinta hatursorðræðu. Þessi sami hópur sé að innleiða hatursorðræðuna fyrir alla embættismenn og með því að reyna að stýra fólki.

Borgarstjóri vill fylgja hegðun stjórnleysingja

Rætt var um stjórnarsamstarfið og veru Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Guðbjörn bendir á að Framsóknarflokkurinn sé með Einar Þorsteinsson borgarstjóra innanborðs, í einu æðsta embætti landsins, hafi sagt að hann vilji fjölga tjöldunum á Austurvelli og ljóst sé að með því sé hann að taka þátt undir með því fólki sem hagar sér eins og stjórnleysingjar.

Arnþrúður segir ljóst að borgarstjóri misskilji stjórnarskrárvarinn rétt til mótmæla því að með þeim rétti fylgi ekki að það megi tjalda á Austurvelli enda sé það bannað samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur.

Ákvæði um hatursorðræðu gilda líka fyrir stjórnleysingjana

Guðbjörn segir að menn verði líka að átta sig á að ákvæði um hatursorðræðu gildi líka um þá sem hafi sett upp tjaldbúðirnar á Austurvelli. Til að mynda hafi sést þar til mótmælenda með skilti sem á stendur: við munum berjast, sem sé frekar sérstakt og gefið í skyn að menn muni berjast á Austrvelli. Þarna sé fólk sem sé frá svæði þar sem styrjöld sé í gangi og þar séu hryðjuverkamenn og þarna sé talað um að berjast. Þetta væri tilefni til þess að lögreglan myndi kanna betur hvað sé að eiga sér þarna stað að mati Guðbjörns.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila