Gera þarf mun meira fyrir aldraða – Vilja hækka tekjumörk og byggja lífsgæðakjarna

Það er mjög nauðsynlegt að gera betur við aldraða í íslensku samfélagi, til að mynda að hækka tekjumörk þeirra svo afslættir af fasteignasköttum skerðist ekki og þá þarf að bæta húsnæðismál þeirra eins og annara í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Sjálfstæðisflokksins í dag en þar fjölluðu Marta Guðjónsdóttir sem skipar 4.sæti á lista flokksins í borginni og Kjartan Magnússon sem skipar 3.sætið um helstu stefnumál flokksins fyrir kosningar.

Marta segir að flokkurinn vilji koma upp lífsgæðaíbúðarkjörnum sem séu þannig úr garði gerðir að þeir sem kjósa að nýta sér þá geti valið um hversu mikla þjónustu þeir fá hverju sinni og geta bæði bætt við hana eða minnkað eftir þörfum hvers og eins. Þá sé góður kostur að byggja slíka kjarna nálægt gönguleiðum og þjónustu, t,d, við Keldnalandið. Þá bendir Marta á að í slíkum kjörnum gætu íbúar verið með sinn eigin pall eða garð.

Kjartan segir að þeir kjarnar sem þegar hafi verið byggðir hafi gefið góða raun og að nú þyrfti að bæta lífsgæðakjörnum í nýju hverfi borgarinnar.

„þetta bæti líka félagsnet eldri borgara og dregur úr einangrun, svo þarf líka að bæta félaglíf þessa hóps og hefja það til vegs og virðingar á nýjan leik líkt og var þegar við Sjálfstæðismenn vorum gjarnan við stjórn“segir Marta.

Flokkurinn hefur fjölmörg önnur stefnumál í forgrunni eins og til að mynda í samgöngumálum þar sem lögð er sérstök áhersla á frjálsa valkosti í samgöngum, bæta samgönguleiðir og styðja við deilihagkerfið.

Þá er flokkurinn einnig með metnaðarfulla stefnu í fjölskyldumálum þar sem lögð áhersla á að bæta umhverfi barna og þjónustu við þau og foreldra þeirra, meðal annars með því að hækka frístundastyrki og greiða foreldrum allt að 200.000 mánaðarlega til foreldra sem kjósa að vera heima með börnin sín að fæðingarorlofi loknu, til allt að tveggja ára aldurs.

Þá ætlar flokkurinn að tryggja stærri vinnustöðum sveigjanleikann til að opna daggæslu eða leikskóla fyrir börn starfsmanna.  Þannig mætti styðja betur við foreldra sem eiga í erfiðleikum með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna og skapa aukinn sveigjanleika.

Smelltu hér til þess að kynna þér stefnumálin nánar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila