Gervigreind mun skerða tekjumöguleika tónlistarmanna

Með tilkomu gervigreindarinnar er fyrirsjáanlegt að hún muni skerða tekjumöguleika tónlistarmanna í framtíðinni. Þetta segir Jens Guð bloggari en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Jens segir að nú þegar séu komin fram forrit sem eru búin gervigreind og með forritunum sé með mjög einföldum hætti hægt að búa til tónlist. Þetta þýðir að þeir sem vilja verða sér úti um tónlist til þess að nota við gerð auglýsinga, kvikmynda og þess háttar geti gert það með slíku forriti og þannig búa til tónlist án aðkomu tónlistarmanna og þar með verða tónlistarmaðurinn af þeim tekjum sem þeir annars fengju í sinn hlut fyrir að búa til tónlist í þessum tilgangi.

Tónlistarforrit með gervigreind geta stolið laglínum frá öðrum

Þá geti orðið meiri hætta á því í framtíðinni með notkun gervigreindar tónlistarforrita að laglínur verði stolnar. Það gerist þannig að tónlistarmaður sem ætli sér að nýta gervigreind til þess að gera grunn að lagi geti lent í því að gervigreindin byggi sínar laglínur á laglínum úr lögum sem séu til nú þegar enda virki gervigreind þannig að hún er mötuð á upplýsingum sem hún nýtir síðan til þess að byggja úr.
Hann segir það vera alveg klárt að tónlistarmenn muni koma til með að nýta sér gervigreindina til lagasmíða og jafnvel textagerðar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila