Götum í miðborginni víða lokað vegna hátíðarhalda 1.maí

Nokkuð víðtækar götulokanir verða í miðborginni og nærliggjansi svæðum á morgun vegna hátíðarhalda á degi verkalýðsins 1.maí.

Meðal annars verða Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir með hópakstur frá Grandagarði klukkan 12:00 sem endar við Háskólann í Reykjavík um klukkan 13:00. Viðamiklar götulokanir eru í tengslum við hópaksturinn og mun lögregla og starfsfólk Reykjavíkurborgar sjá til þess að aksturinn gangi vel og að götur opni eins fljótt og auðið er.

Félagsfólk í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur er með fjölskylduskemmtun á Klambratúni og verður gengið þaðan að Skólavörðuholti klukkan 13:00. Kröfuganga verkalýðsins fer svo frá Skólavörðuholti klukkan 13:30 og verður gengið niður á Ingólfstorg þar sem fram fer hátíðardagskrá í tengslum við daginn.

Hér að neðan má sjá kort af götulokunum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila