Greint frá stöðu Íslands í mansalsmálum í skýrslu Bandaríska utanríkisráðuneytisins

trafficersBandaríska utanríkisráðuneytið hefur birt skýrslu um stöðu landa heimsins í mansalsmálum. Í kafla skýrslunnar um Ísland kemur fram að höfuðpaurar í mansalsmálum nýti sér meðal annars þá stöðu að Ísland sé aðili að Shengen samstarfinu og komi þar með fórnarlömbum sínum með tiltölulega einföldum hætti til landsins án afskipta yfirvalda, einkum fórnarlömbum frá austur Evrópu. Þá er greint frá því í skýrslunnu að þrjú fórnarlömb mansals hafi á síðasta ári samþykkt að vinna með lögreglunni í þeim tilgangi að koma upp um höfuðpaura en þau mál hefðu ekki ratað til dómstóla. Í skýrlunni eru lagðar fram tillögur til úrbóta en meðal hugmynda er að koma upp fyrirbyggjandi eftirliti í þeim tilgangi að greina þá sem eru í áhættuhópi að verða fórnarlömb mansals, þar á meðal farandverkafólk og vegalaus börn. Skýrsluna má lesa í heild með því að smella á hlekk hér fyrir neðan en kaflann um Ísland má finna á bls. 197.

Smelltu hér til þess að lesa skýrsluna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila