Guðni bað Katrínu að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til arftaki finnst

Guðni Th. Jóhannesson féllst í dag á að veita Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra lausn úr embætti sem og ráðuneyti hennar en óskaði þó eftir að hún sæti áfram þar sem arftaki hennar finnst. Þetta kom fram í ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar að loknum fundi hans og Katrínar Jakosdóttur á Bessastöðum í dag.

Guðni segir að hann hafi heyrt í formönnum stjórnarflokkana þriggja og það væri hans skilningur að flokkarnir vildu láta reyna á að ná saman um að endurnýja samstarf flokkanna og finna nýjan forsætisráðherra úr þeirra röðum og taldi Guðni að það myndi gerast senn án þess að vilja setja nánari tímamörk eða útskýra það frekar.

Aðspurður um hvort honum þætti óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra gæfi kost á sér til embættis forseta Íslands sagaði Guðni að ef það væri almennt talið óheppilegt væri sjálfsagt þegar búið að setja varnagla við að sitjandi forsætisráðherra gæti gefið kost á sér sem sé ekki og því líklega ekki óheppilegt.

Katrín Jakobsdóttir sagði að loknum fundinum að hún teldi að stjórnarflokkunum bæri líklega gæfa til þess að geta klárað að ganga frá endurnýjun samstarfsins á allra næstu dögum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila