Guðni gefur flokksleiðtogum viku til þess að ná saman

SONY DSC

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands væntir þess að leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eigi á þingi nái samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu forsetans eftir fund hans með Birgittu Jónsdóttur kapteins Pírata í dag. í tilkynningu forsetans segir meðal annars „ Í  ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.

Smelltu hér til þess að sjá yfirlýsinguna í heild

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila