Gullið tilheyrir fólkinu – Matteo Salvini vill reka stjórn Seðlabanka Ítalíu

Ríkisstjórn Ítalíu undir forystu Matteo Salvini ætlar að taka stjórn gullforðans úr höndum hins ESB-stýrða seðlabanka Ítalíu. Í tilkynningu segir Salvini að ”gullið tilheyri fólkinu og engum öðrum.” Innanríkisráðherrann segist munu reka stjórn seðlabanka Ítalíu vegna þess að þeim tókst ekki að afstýra fjármálakreppunni. Skv. Reuters hefur komið fram lagatillaga sem gerir ríkisstjórn Ítalíu kleift að selja gullið en því neitar ríkisstjórnin. ”Við munum ekki selja gramm af gullinu” segir efnahagstalsmaður Lega Nords, Claudio Borghi og segir að einungis sé verið að koma í veg fyrir að aðrir komist yfir gullið. Skv. fréttamiðlinum Sputnik á Ítalía þriðja stærsta gullvaraforða heims á eftir USA og Þýzkalandi samtals 2.452 tonn. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila