Hæfnisnefnd metur umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra

Forsætisráðherra hefur skipað þriggja manna hæfnisnefnd sem meta á hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Nefndina skipa Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Eins og kunnugt er var embætti aðstoðarseðlabankastjóra auglýst laust til umsóknar þann 21. febrúar síðastliðinn. og sóttu 14 um embættið. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína fljótlega til baka og þá kom í ljós að einn umsækjandi uppfyllti ekki almenn hæfisskilyrði laga um Seðlabanka Íslands.

Gert er ráð fyrir að nefndin muni skila niðurstöðum sínum í lok maí.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila