Hægt að rekja samskiptaörðugleika hjá Flokki fólksins á Akureyri að einhverju leiti til reynsluleysis

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Það er líklegt að samskiptaörðugleikar sem komu upp hjá Flokki fólksins á Akureyri megi rekja að einhverju leyti rekja til reynsluleysis þeirra fulltrúa Flokksins þar í bæ. Þetta var meðal þess sem fram kom i máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Inga segir að það sé ekki stjórnar Flokksins að sjá um að allt gangi eins og smurð vél hvað varðar starf flokksins fyrir norðan heldur eigi það að sjálfsögðu að vera í verkahring oddvitans.

„það á auðvitað að vera þannig að leiðtoginn á hverjum stað eigi að vera það öflugur að hann geti séð í hvað stefnir og geti róað niður og stillt til friðar en ég ætla að segja bara að með okkar góða leiðtoga að þá er þarna um að ræða reynslulaust fólk, við erum að tefla þarna fram fólki sem er að gera þetta af góðum hug og er ekki með reynslu þannig það getur kannski skýrt eitthvað af því hvernig hlutirnir þróuðust eins og þeir gerðu“segir Inga.

Hún segir að togstreita hafi verið til staðar innan listans fyrir kosningarnar og eftir kosningar hafi oddvitinn ásamt Jóni Hjaltasyni á fund oddvita minnihlutans og þar skipuðu þeir í allar nefndir og ráð án nokkurs samtals við konurnar sem skipuðu 2, 4 og 5 sæti listans.

„þær voru þarna strax bara eiginlega hunsaðar“segir Inga.

Reynslulausir fá góða aðstoð á þinginu

Hún segir að hlutunum sé öðruvísi farið þegar kemur að reynslulausu fólki sem sest á þing, þar sé mikið starfslið sem er tilbúið að leiðbeina og aðstoða á allan máta og þá séu þingmenn sem hafa þingreynslu tilbúnir til þess að hlaupa undir bagga. Til dæmis þegar Flokkur fólksins settist fyrst á þing.

„þá voru það Píratar sem bönkuðu upp á og buðu fram sína aðstoð ef við þurftum á að halda“

Vertíð hjá fjölmiðlum þegar svona mál koma upp

Inga segir að þegar mál sem þessi koma upp þá sé engu líkara en að það sé komin vertíð hjá fjölmiðlum.

„það er eins og að þegar eitthvað kemur upp á einhversstaðar, samskiptaörðugleikar eða eitthvað slíkt þá er eins og það verði vertíð, bara svona eins og loðnuvertíðin hafi byrjað hjá bátunum og ég hef bara aldrei vitað annað eins fjölmiðlafár sem geti myndast um svona mál og sorgleg mál líka“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila