Hægt að rifta kjarasamningnum ef ríkisvaldið stendur ekki við sitt

Kjarasamningurinn sem Breiðfylkingin skrifaði undir við SA á dögunum er þannig úr garði gerður að ríkið er í raun einn samningsaðila og hægt er að rifta kjarasamningnum ef ríkisvaldið stendur ekki við sinn hluta samningsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness og formann starfsgreinssambandsins í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Vilhjálmur segir að uppsagnarákvæðið ekki einungis vera sett til þess að ríkið standi við sitt heldur fleiri opinberir aðilar. Nú sé verið að semja við Sveitarfélögin og þar verði einnig ákvæði um samningsriftun sambærilegri þeirri sem sett er gagnvart ríkinu í kjarasamningnum. Vilhjálmur segir að þrátt fyrir allt hafi hann ekki miklar áhyggjur af því að stjórnvöld standi ekki við sitt.

Skólamáltíðir mikil kjarabót fyrir barnafjölskyldur

Þá segir hann það sem þegar hafi verið samið um við sveitarfélögin sem lúti að fríum skólamáltíðum og að gjaldskrár verði ekki hækkaðar snúi fyrst og fremst að barnafjölskyldum og sé mikilvæg kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Þannig sé verið að auka ráðstöfunartekjur fólk ekki aðeins með launahækkunum heldur líka með aðkomu ríkis og sveitarfélaga.

Tel að Sveitarfélögin standi við sitt

Aðspurður um hvort möguleg hækkun Félagsbústaða á leigu um 6% sé brot á samningunum segir Vilhjálmur að slíkt væri brot gegn kjarasamningnunum því samkvæmt þeim séu sveitarfélögin búin að lofa að hækka ekki gjaldskrár hjá sér um meira en 3,5%. Hann segist ekki trúa öðru en sveitarfélögin standi við samninginn en það sé svo að standi ákveðin sveitarfélög ekki við samningninn þá verði samningi við viðkomandi sveitarfélög rift sem þýðir að samningar verði lausir í febrúar á næsta ári.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila