Hætta á að Rússneski herinn ræni Pútín völdum

Það er hætta á því að Rússneski herinn muni gera hallarbyltingu og steypa Vladimir Pútín af stóli forseta vegna óánægju sem er farin að myndast um hann innan hersins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Haukur var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir óánægju innan hersins snúa að því að herinn líti svo á að skipanir Pútíns og þær leiðir sem hann vill fara í stríðinu í Úkraínu.

„það er hætta á hallarbyltingu og valdaráni hersins og hershöfðingjar taki við völdum ef honum verði steypt af stóli af þeim hörðustu í hernum, sem eru alveg ótrúlega sterkir og það sem meira er að þeim vex ásmegin og þetta eru menn sem ekki vilja semja um neitt“

Hann segir að um alveg ótrúlega stöðu sem sé að ræða sem komin er upp í moskvu.

„að það sé komin andstaða hjá þjóðernissinum, kirkjunnar mönnum að einhverju leyti sem eru íhaldsöm öfl skulum við segja en ég ætla nú ekki að blanda henni inn í þetta“

Hann segir að afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar.

„þá væri komin upp mjög slæm staða og það gæti farið af stað borgarastyrjöld og ljóst að það yrðu mikil mótmæli í stórborgunum sem reynt yrði að berja niður með lögreglusveitum“

Hann bendir á að á Telegram megi finna myndband af Rússneskum hershöfðingja sem sé ekkert að skaga utan af hlutunum og það opinberlega.

„hann sagði að það væri mjög nauðsynlegt aðþað væru nýjir menn sem tækju við í Kreml, herinn sé nú með hendur bundnar fyrir aftan bak og það sé hans mat að það eigi að senda flugherinn og sprengja forsetahöllina í Kænugarði og koma herráðinu fyrir kattarnef, klára málið og fara alveg að vesturlandamærunum“ segir Haukur og bætir við að þetta séu stórhættulegar hugmyndir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila