Halda málþing um áhættumat erfðablöndunar milli laxastofna

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur boðað til málþings 14.mars næstkomandi en þar verður fjallað um áhættumat erfðablöndunar milli eldislaxa og villtra laxa. Málþingið verður haldið í Sjávarútvegshúsinu, fyrirlestrasalnum á 1.hæð og hefst kl.09:00. Einnig verður rætt á málþinginu um næstu skref í þróun áhættumats. Dagskrána má sjá hér að neðan.

 

 

 

  • 09:00: Opnun málþings. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • 09:10: Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun og einn höfunda áhættumatsins
  • 09:25: Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
  • 09.35: Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga
  • 09.45-10:30: Pallborðsumræður.
    • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
    • Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund
    • Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og einn höfunda áhættumatsins

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila