Kommúnísk stefna innan heilbrigðiskerfisins stofnar velferð sjúklinga í hættu

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Velferð sjúklinga Landspítalans er stefnt í hættu með kommúnískri stefnu innan kerfisins. Þetta var meðal þess sem fram kom í málu Ingu Sæland í síðdegisútvarpinu í dag en Inga var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Undanfarna daga hefur verið hart deilt á ástandið á bráðadeild spítalans sem og fleiri deildum þó ástandið sé sem stendur verst á bráðamóttöku. Læknar hafa einnig látið í sér heyra og á fundi Læknaráðs í gær gagnrýndi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lækna harðlega fyrir að upplýsa almenning um ástandið innan spítalans, og ýjaði meðal annars að því að slíkt gæti valdið því að ráðherra gæti unnið með læknum sem tjáðu sig um ástandið.

Í síðdegisútvarpinu í dag benti Inga Sæland á að verið sé að flytja sjúklinga til útlanda í læknisaðgerðir og í sumum tilfellum sé læknir sjúklingsins með í för, þetta sé afar dýrt og algerlega óverjandi

þetta er þrisvar sinnum dýrara heldur en að gera þetta hér heima, en það er eins og þessi kommúníska stefna sem rekin er leynt og ljóst þarna, þessi miðstýring sem virðist allt um lykjandi að það eigi bara alls ekki að semja til dæmis við Klíníkina og fleiri slíka aðila„, segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila