Heimilin hafa þegar orðið fyrir kostnaði vegna orkupakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Fyrri orkupakkar sem samþykktir hafa verið hér á landi hafa síður en svo reynst vel og því lítil ástæða til þess að ætla að sá þriðji verði mikill hvalreki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur bendir á að fyrri orkupakkar hafi þegar fjárhagslegan kostnað í för með sér fyrir heimilin, og þá blæs Sigmundur á þær fullyrðingar að hann beri ábyrgð á orkupakkamálinu eins og Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur haldið fram “ þetta mál hefur verið í fanginu á Sjálfstæðisflokknum allt frá árinu 2013 og þær fullyrðingar að ég beri þarna einhverja ábyrgð eru einfaldlega furðulegar, því ég sem var þá forsætisráðherra hafði enga aðkomu að málinu heldur var málið í höndum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur sem þá var iðnaðarráðherra, og hún gerði á þeim tíma alvarlegar athugasemdir við þetta mál„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila