Heimsins besta fyrirkomulag

Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartasérfræðingur

Það fyrirkomulag sem nú er í gildi milli ríkisins og sérfræðilækna er heimsins besta fyrirkomulag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórarins Guðnasonar formanns Læknafélags Reykjavíkur og hjartasérfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.
Þórarinn segir að horfa eigi á þjónustuna sem veitt er óháð því hver veitir hana og því hvernig formið sé „það er bábilja sem þarf að uppræta að um einkarekna læknisþjónustu sé að ræða enda greiði Sjúkratryggingar Íslands um 70 prósent af kostnaðinum“, segir Þórarinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila