Heimsmálin: Gulu vestin breiðast út til fjölmargra landa

Mótmæli sem kennd hafa verið gul vesti eru farin að breiðast út víða um heim og til fjölmargra landa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðing í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur sem tók saman lista fór yfir til hvaða landa og heimsálfa mótmælin sem byrjuðu í Frakklandi hafa breiðst út “ Ástralíu, Bretlands, Búlgaríu, Kanada, Króatíu, Egyptalands, Finnlands, Þýskalands, Íraks, Írlands, Ítalíu, Hollands, Pakistans, Póllands, Portúgal, Rússlands, Serbíu, Taiwan, Túnis,“,segir Guðmundur. Þá bendir Guðmundur á að í sumum landanna sé mótmælt í mörgum borgum og bæjum “ eins og í Frakklandi, þar er eru mótmæli í öllum borgum, segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila