Heimsmálin í dag. Sprengjuárásir stigmagnast á Gaza

Sameinuðu þjóðirnar eru ekki megnugar til að stöðva stríðið og sprengjuárásir stigmagnast á Gaza. Stjórnvöld á Íslandi hafa tekið afstöðu í Palestínustríðinu og fara að vilja Bandaríkjanna í þeim efnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Haukssonar sérfræðings í málefnum miðausturlanda í þættinum Heimsmálin í dag en Bjarni var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Bjarni segir að það sé athyglisvert að Bjarni Ben hafi sem utanríkisráðherra tekið þessa afstöðu án þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi verið spurð. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að fulltrúum forsætisráðherra hafi verið fullkunnungt um þessa afstöðu Íslands áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Fréttir herma í dag að forsætisráðherra hafi ekki lesið tölvupóst um efnið áður en atkvæðagreiðslan fór fram.

“ sem þýðir í raun að forsætisráðherra Íslands er ekki forsætisráðherra í reynd því það að vera í þeirri stöðu að vera forsætisráðherra þýðir að sá sem er í því embætti á að marka stefnu og tóninn hvað þetta varðar en það er ekki í þessu tilviki “ segir Bjarni.

Niðurlægjandi fyrir Katrínu Jakobsdóttur

Aðspurður um hvort Katrín hafi verið niðurlægð með þessari ákvörðun segir hann svo vera. Hann segir þó að það sé ekki gert af neinum sérstökum illvilja í hennar garð. Ef ekki er til skýr stefna hjá stjórnvöldum þá er það utanríkisráðherra sem tekur ákvörðun.

“ þetta er vísbending hins vegar um það að málin séu orðin svo alvarleg og eru komin á það stig að ekki er hægt að láta börnunum líða lengur eins og þau stjórni í eldhúsinu svo gripið sé til myndlíkinga “ segir Bjarni.

Bandarískir þingmenn vinveittir Ísrael

Hann bendir á að nánast allir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum séu undir hælnum á Ísrael og séu svo vinveittir þeim að hér á árum áður hafi flugher Ísraels meðal annars gert loftárásir á bandarískt eftirlitsskip undan ströndum Egyptalands og það hafi ekki haft nein neikvæð áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Ísraels.

Í krafti þessarar vináttu og viljaleysi bandamanna til þess að fordæma stríðsátökin eru nú árásir á Palestínu að stigmagnast, blásið hafi verið í herlúðranna og átökin farin að taka sig mynd.

Þá segir Bjarni að Sameinuðu þjóðirnar þrátt fyrir allar yfirlýsingar séu ekki megnugar til þess að stöðva striðið og hvað sem öllum yfirlýsingum líður þá komi Ísraelsmenn hvort sem er til með að láta þær sem vind um eyru þjóta.

Með öllu ómögulegt að eyða Hamas

Hann segir það yfirlýsta markmið Íraels að eyða Hamas sé með öllu ómögulegt í framkvæmd. Fyrst hafi markmiðið verið að frelsa gísla og svo hafi viðkvæðið verið að eyða Hamas. Bjarni segir að með loftárásum sínum að undanförnu hafi til að mynda að minnsta kosti 50 gíslar farist og nú segi Íraelsher að Hamas feli sig á bak við óbreytta borgara sem þýði að óbreyttir borgarar muni falla af þeim sökum og sé óhjákvæmlegt.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila