Heimsmálin: Vopnakaup fyrir Úkraínu gerir Ísland að skotmarki

Það vekur upp ákveðnar spurningar að stjórnvöld skuli taka þá ákvörðun að setja fé til vopnakaupa fyrir Úkaínu og ákvörðunin ber vott um dómgreindarskort því hún gæti orðið til þess að Ísland verði að skotmarki. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í Heimsmálunum í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hann segir ljóst að Úkraínumenn eigi í erfiðleikum að manna sinn her og því er nú gripið til þess ráðs að auka hlutfall kvenna í hernum. Í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands kemur fram að nauðsynlegt sé að koma til móts við þarfir kvenkyns hermanna er lagt upp með að útvega einkennisföt, skotheld vesti, læknis- og hreinlætisvörur fyrir 75 milljónir króna.

Ungar konur á vígvöllinn og Ísland borgar

Þetta verður að teljast uggvænleg þróun. Vandamál við að manna her Úkraínu kemur ekki á óvart. Á undanförnu hafa sífellt eldri karlmenn verið sendir á vígvöllinn og nú er komið að því að senda sífellt hærra hlutfall kvenna.

Ísland hefði átt að veita borgaralega aðstoð

Að mati Hilmar vekur það spurningar að Íslensk stjórnvöld skuli nú grípa til þess að kaupa vopn í ljósi þess að Ísland er herlaust land. Nær hefði verði að Ísland veitti borgaralega aðstoð, t.d. á sviði heilbrigðismála, sem mikil þörf er á í Úkraínu eftir meira en tveggja ára stríð.

Mistök að fjármagna vopnakaup

Kaup á vopnum til að skjóta rússneska hermenn getur líka gert Íslendinga að skotmarki. Áður höfðu íslensk stjórnvöld fjármagnað vopnaflutninga til Írak og Afganistan. Það voru að mati Hilmars slæm mistök, vopnakaupin fyrir Úkraínu sýna að hans mati dómgreindar brest hjá íslenskum stjórnvöldum. Rússland skiptir miklu meira máli fyrir Ísland en Írak og Afganistan og einhvern tíma í farmtíðinni þurfa íslensk stjórnvöld að geta rætt við rússnesk stjórnvöld um hagsmuni á norðurslóðum.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með þvi að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila