Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna- mikil grimmd býr þar að baki

Í Menntaspjallinu í dag ræddi Valgerður Snæland Jónsdóttir við þau Kristínu Þormar bloggara og Leif Árnason flugstjóra um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvað þau þýða fyrir framtíð heimsins en óhætt er að segja að sú framtíð sé ekki björt.

Í þættinum kom meðal annars fram að heimsmarkmiðin fjalli í raun um að stýra mannkyninu í ákveðna átt og breyta verulega lífsháttum manna að öllu leyti. Framsetningin á heimsmarkmiðunum sé sakleysisleg en að baki býr mikil grimmd sem fólk getur ekki séð í fyrstu.

Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru meðal annars World ecconomic Forum og WHO alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og er þeim ætlað það hlutverk að framfylgja heimsmarkmiðum SÞ.

Segjast ætla að útrýma hungri en gera þveröfugt

Meðal þess sem stendur til er að breyta matarræði mannkyns og í því skyni á meðal annars að setja alls kyns höft og takmarkanir á landbúnað en eins og þekkt er þá er þegar hluti af þeim takmörkunum komnar til framkvæmda með því að skylda bændur til þess að draga úr framleiðslu sinni um 30%. Þetta er gert undir því yfirskyni að verið sé að útrýma hungri en eins og flestir sjá er þetta þveröfugl+ leið að því að útrýma hungri.

Gervimatur úr ótilgreindum efnum á boðstólum

Þá er ætlunin að mannkynið fari að borða alls kyns gervimat sem búinn er til úr ótilgreindum efnum en nú þegar er til að mynda farið að búa til prentaðan mat auk þess sem gervikjöt og gervifiskur er byrjaður að koma á markað sem matvara. Einnig er ætlunin að skordýr verði stór hluti af fæðu mannkynsins í framtíðinni og er það gert undir því yfirskyni að það sé svo gott fyrir loftslagið.

Verið að kynlífsvæða börnin

Það sem er skuggalegast við heimsmarkmiðin er þó hvernig kynlífsvæða á börn og er það gert með mjög markvissum og ógeðfelldum hætti en það er gert undir formerkjum kynfræðslu. Meðal þess sem verið er að innræta í börn nú þegar í skólum er að þau eigi meðal annars frá 0 til 4 ára að læra sjálfsfróun og þróa með sér áhuga á eigin líkama og annara. Börnum 4 til 6 ára er ætlað að læra um sjálfsfróun og fá hvatningu til þess að tjá kynferðislegar þarfir sínar og langanir. Þá er börnum á aldrinum 6 til 9 ára ætlað að fá fræðslu um kynlíf, klám á netinu, leynilega ást og sjálfsörvun. Börnum 9 til 12 ára er ætlað að upplifa sína fyrstu kynlífsreynslu og þá er lagt upp með að þau læri að nota klám á netinu. Þetta er aðeins brot af því sem ungum börnum er ætlað að læra á hinu kynferðislega sviði í boði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Einnig var sagt frá George Bernard Shaw (1856-1950;) sem var írskt leikskáld, gagnrýnandi, pólitíkus og pólitískur aðgerðarsinni.

Það sem George Bernard Shaw segir í þessu stutta myndskeiði frá 1931 hér að neðan, í lauslegri þýðingu er:

“ég veit aldrei nákvæmlega hvernig ég á að skýra skoðun mína, vegna þess að ég mótmæli öllum refsingum. ég vil ekki refsa neinum en það er ótrúlega margt fólk sem ég vil drepa, ekki í neinum óvingjarnlegum eða persónulegum anda heldur það hlýtur að vera ykkur öllum ljóst, þið hljótið öll að þekkja a.m.k. hálfa tylft manna sem koma ekki að neinu gagni í þessum heimi, sem eru meiri vandræði en þeir voru og ég held að það væri gott að láta alla koma fyrir almennilega skipaðri nefnd, alveg eins og hann gæti komið fyrir tekjuskattanefnd sem segir á fimm ára fresti eða á sjö ára fresti : “herra eða frú, gjörðu svo vel að réttlæta tilvist þína”, ef þú getur ekki réttlætt tilvist þína, ef þú leggur ekki þitt að mörkum félagslega, ef þú framleiðir ekki eins mikið og þú neytir eða kannski aðeins meira þá getum við greinilega ekki notað stóra samfélagið okkar í þeim tilgangi að halda þér á lífi, vegna þess að líf þitt gagnast okkur ekki og það getur ekki verið þér að miklu gagni.”

Hægt er að hlusta á ítarlegri umfjöllun um heimsmarkmiðin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila