Heimsmarkmið SÞ: Óhugnarleg markmið og alþjóðleg einokun

Þýska netsjónvarpsstöðin KlaTv hefur sent frá sér myndband þar sem fjallað er um nýja heimildarmynd swissnesku samtakanna WIR. Í heimildarmynd sinni kafa samtökin ofan í þær endalausu krísur sem virðast hrjá mannkynið með mjög reglulegu millibili og hvernig þær tengjast þeim áætlunum að framfylgja óhugnanlegum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna..

Í myndinni er þeirri spurningu velt upp hvað valdi öllum þessum krísum og ringureið og einnig þeirri spurningu hvort þær geti verið settar af stað af ásettu ráði af djúpríkisöflunum.

Í myndbandinu er sagt frá því hvernig glæpamenn koma sér í háar stöður innan samfélaga heimsins til þess eins að framfylgja með skipulögðum hætti þeirri áætlun að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í myndbandinu má einnig horfa á heimildarmyndina sjálfa þar sem farið er yfir heimsmarkmiðin og kafað ofan í hvað þau þýða fyrir mannkynið hvert og eitt en rétt er að taka fram að myndbandið sem og heimildarmyndin sjálf eru textaðar.

Horfa má á myndbandið hér að neðan en ef það sést ekki í vafranum má smella hér til þess að horfa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila