Heitir pottar og sánur hafa góð áhrif á líkama og sál

Kristján Berg betur þekktur sem Kristján Fiskikóngur hefur í áraraðir flutt inn heita potta eftir að hafa hafið sölu slíkra potta í Danmörku. Nú hefur hann hins vegar fært út kvíarnar og býður nú einnig upp á sánuklefa en hann ákvað að bjóða upp á það meðfram pottunum eftir að sonur hans kom með þá hugmynd. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristján segir að hann hafi kynnst vörumerkinu Arctic Spa þegar hann langaði að kaupa sér heitann pott þegar hann bjó í Danmörku og hafi verið svo hrifinn af tegundinni að hann byrjaði að selja þá sjálfur þar ytra. Síðar hafi hann flutt heim og byrjað að selja þá hér á landi, bæði hitaveituskeljar sem og rafmagnspotta.

Saunaklefarnir mjög góðir fyrir heilsu fólks

Núna hafa sánaklefarnir bæst við og segir Kristján að fara í sánu geri magnaða hluti fyrir heilsuna. Til að mynda sé mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt eða bólgusjúkdómum að fara í sánu. Hann segir að vegna þess að í sánuklefum sé mikill hiti þá þurfi fólk að gæta sín að vera ekki of lengi í einu. Þá fræddi Kristján hlustendur um hvers vegna hurðar á sánuklefum opnast út á við. Það er gert til þess að tryggja öryggi því ef það kemur upp að einhver fái svimkast í sánuklefanum gæti reynst erfitt að opna klefann ef hurðarnar opnuðust inna á við. Því eru klefarnir alltaf með hurðum sem opnast út á við.

Hann segir best að fólk skelli sér aðeins út úr sánuklefanum ef því verður of heitt. Við það framleiði líkaminn efni sem nefndist dópamín sem dreifist í blóðið og gefur mikla vellíðunartilfinningu. Þá segir Kristján að fólk sem fari í sánu sofi mjög vel á eftir sem gerir það að verkum að fólk þarf minni svefn en ella.

Til þess að skoða úrvalið af heitum pottum og sánaklefum sem Kristján býður upp á má smella hér.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila