Hér ræður fólk sem vill ekki virkja

Það er ekki aðeins mikilvægt að framleiða meiri orku því það er til talsvert af orku sem kemst ekki á þá staði þar sem þörf er fyrir hana því flutningskerfið hefur ekki getu til að flytja hana. Hér er um tvíþætt mál að ræða. Þetta sagði Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Hann bendir á að vegna þess hve flutningskerfið er slakt hafi vatn sem nemur 1600 gígawattsstundum runnið í sjóinn frá Kárahnjúkavirkjun á síðasta ári eingöngu vegna lélegs flutningskerfis. Hann segir að ef flutningskerfið væri byggt betur upp væri hægt að nýta strax þá orku sem sé að fara til spillis.

Þá segir Þórarinn að hann vilji að meira verði virkjað því til framtíðar sé ljóst að mun meiri orku þurfi eins og allar spár geri ráð fyrir, sérstaklega í ljósi þess að hér ætli menn að rafvæða allan bílaflotann og hætta notkun jarðefnaeldsneytis.

Hér ræður fólk sem vill ekki virkja

Aðspurður um hvort ástæðan fyrir því að ekki hafi verið virkjað meira sé að þeir ráði sem ekki vilja virkja, Þórarinn segir að hlutrnir séu ekki svo einfaldir að einhverjir sem vilji ekki virkja fái að valta yfir þá sem vilja virkja og öfugt. Það þurfi að finna ákveðið jafnvægi þarna á milli. Hann segir að síðasta þingvetur hafi loksins verið samþykktur rammi þrjú sem hafi verið mikilvægt skref en leyfisveitingakerfið sé hins vegar óþarflega flókið og það sé ákveðinn þröskuldur í þessum efnum.

Það á að nýta vindorku

Aðspurður hvort hann vilji að vindmyllur verði settar upp segir Þórainn að hann sé ekki á móti vindmyllum. Hvað varðar sjónmengun af vindmyllugörðum segir Þórarinn að það fylgi alltaf sjónmengum af mannvirkjum og það sé sjónmengun af raflínum og vatnsaflsvirkjunum. Þórarinn segir að þar sem auðlindir séu til staðar, sem í þessu tilfelli vindurinn, þá eigi að nýta auðlindina.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila