Hinn almenni grunnskóli ekki fyrir alla

Hinir almennu grunnskólar sem eiga að nafninu til eiga að vera fyrir alla eru það ekki í raun þegar málið er skoðað nánar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Grétars Marinóssonar prófessors emeritus við menntavísindasvið Háskóla Íslands í þættinum Menntaspjallinu í dag en hann var gestur Valgerðar Snæland Jónsdóttur.

Bendir Grétar á að hinn almenni skóli fari eftir svokölluðum almennum gildum og skilgreini sig í því að miðla þessum normal gildum.

Nemendur verða að aðlagast skólanum

Þannig er ætlast til þess að þeir sem sæki hinn almenna skóla aðlagi sig að skólanum en að skólinn eða kennslan aðlagi sig ekki að þeim. Þetta þýðir að þeir sem eru ekki á þeim stað að vilja eða hafa getu til þess að nýta sér hin almennu gildi skólans sem sé leiðarstefið í hinum almennu skólum passa í raun ekki inn í þá mynd sem þar er. Auðvitað séu þó til úrræði fyrir slíka nemendur en það er ekki haft sem megin stefið heldur sé það að nemendur aðlagist fyrst og fremst skólunum.

Hinn almenni skóli líti svo á að hlutverk sitt sé fyrst og fremst að nemendur læri samkvæmt þessum almennu gildum til þess auðvitað að gera þá að góðum þegnum samfélagsins. Þar af leiðandi gerir skólinn aðeins almennar kröfur en vill ekki fara niður á plan þeirra nemenda sem ekki sætta sig við fyrirkomulagið eða geta af einhverjum ástæðum ekki nýtt sér það.

Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila