Hjálmar reyndi af ritstýra síðdegisþætti á Útvarpi Sögu

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vildi sjálfur fá að velja hverjum hann myndi mæta í síðdegisþætti hér á Útvarpi Sögu þegar honum var boðið að mæta í þátt þar sem taka átti fyrir málefni miðborgarinnar. Forsaga málsins er sú að stjórnandi þáttarins Edith Alvarsdóttir hafði samband við Hjálmar í gegnum tölvupóst þar sem honum var boðið að mæta í þátt þar sem málefni miðborgarinnar yrðu rædd og var honum jafnframt sagt hverjir fleiri yrðu í þættinum. Hjálmar svaraði stjórnanda þáttarins á þá leið að hann myndi mæta í þáttinn en sagðist ekki vilja mæta þeim viðmælendum sem Edith hafði greint honum frá að kæmu í þáttinn. Þess í stað stakk Hjálmar upp á að tvær konur sem hann tilgreindi kæmu í stað viðmælendanna tveggja sem Edith hafði þegar boðið. Edith afþakkaði hins vegar afskipti Hjálmars af ritstjórn þáttarins og fór því svo að hann kom ekki í þáttinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila