Hjálparstofnun SÞ getur eytt styrktarfé í það sem henni sýnist

Þeir gríðarlegu fjármunir sem 64 lönd láta renna til styrktar Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, rennur í almennan sjóð innan stofnunarinnar sem hún getur svo eytt að vild og sett peninga í það sem henni sýnist gagnrýnislaust. Starfsmenn stofnunarinnar INRWA tóku þátt í hryðjuverkaárás á Ísrael og því frystir Ísland fjármuni til þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Birgir bendir á að Ísland hafi sætt gagnrýni fyrir að frysta framlög til stofnunarinnar eftir að upp komst að nokkrir starfsmenn hennar hefðu tekið þátt í hryðjuverkaárásunumá Ísrael 7.október í fyrra. Sú gagnrýni á engan rétt á sér að mati Birgis og segir að ekki megi gleyma því að Ísland setji hlutfallslega mjög mikla fjármuni til þessarar stofnunar, meðal annars hundruð milljóna á undanförnum mánuðum. Það sé eðlilegt að frekari framlög séu fryst á meðan verið sé að varpa ljósi á hvað þarna gerðist því koma verði í veg fyrir að slíkt gerist aftur.

Vitum ekki hvort styrktarfjármunir skili sér á réttan stað

Arnþrúður segir að málið veki spurningar upp um hvort of mikið fé sé að fara úr ríkissjóði af gömlum vana nánast blinandi til hjálparstarfs án þess að vita hvort þeir fjármunir skili sér þangað sem þeim sé ætlað að fara og að einhverjir sæti hreinlega lagi misfari með þá fjármuni.

Styrktarfé eingöngu til karlmanna í Palestínu

Arnþrúður vakti athygli á að á heimasíðu Hjálparstofnunar SÞ komi fram að þeir Palestínuarabar sem hafi misst heimili sín 1948 séu flóttamenn sem og afkomendur karlkyns flóttamanna og löglega ættleidd börn þeirra. Þarna sé þetta fé að því er virðist að fara til karlmanna eingöngu en ekki til kvenna og spyr Arnþrúður Birgi hvort ekki þurfi að endurskoða þetta.

Hamasliðar eru stjórnkerfið á GAZA- ekki kosið í 18 ár

Birgir segir stofnunina hafa vaxið ár frá ári og menn hafi gagnrýnt að ekki hafi verið fundin leið fyrir fólkið að hjálpa sér sjálft. Hafa verði einnig í huga að ákveðinn vandi hafi bæst við í Palestínu, sem er stjórnkerfið sjálft. Einnig deilur Gaza við stjórnvöld í Ísrael. Þetta sé vandi sem hafi bæst ofan á allt annað sem var fyrir. Fólkið í Palestínu búi því miður við það að sitja uppi með stjórnvöld sem hafi lítinn sem engan áhuga á að bæta lífsskilyrði fólks á svæðinu enda hafi ekki farið fram kosningar þar í 18 ár.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila