Hljómsveitin Razzar gefur út lagið Bene Benedikt

Hljómsveitin Razzar var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist því óvenjulega og frumlega nafni Bene Benedikt.

Hljómsveitin RAZZAR var stofnuð haustið 1969 að Héraðsskólanum Núpi í Dýrafirði að tilstuðlan Benedikts (Benna) sem var búinn að vera einn vetur áður og þá í skólahljómsveit skólans það árið. Rúnar Þór lenti í herbergi með Benna og var hann þá strax fenginn í nýju skólahljómsveitina ásamt Agli Ólafssyni sem kom í skólann sama tíma. Allir áttu þessir þrír ungu menn stuttan feril í hljómsveitabransanum áður en leiðir þeirra lágu saman.

Nafnið RASSAR kom til þannig að á fyrsta skólaballinu sem þeir lékum á voru blöðum dreift sem nemendur voru beðnir um að skrifa á og finna nafn á hljómsveitina. Þegar allt var talið þá kom nafnið RASSAR oftast fram en einnig Hækjur sem kom upp þar sem Egill hafði ökklabrotnaði í leikfimissalnum og var um tíma með tvær hækjur sér til aðstoðar.

Arngrímur Jónsson var skólastjóri á þessum tíma og kom beiðni frá Þingeyri um hvort að skólahljómsveitin fengi leyfi til að spila þar á þorrablóti. Arngrímur taldi það vera ekkert mál og spurði um nafnið á hljómssveitinni því það átti að auglýsa blótið. Hann fékk þau svör að hún bæri nafnið RASSAR. Hann sagði það ómögulegt og óviðeigandi nafn og bað hljómsveitarmeðlimi um að breyta því. Þá sagði Egill að þeir myndu „mýkja nafnið með að hafa það með Z s.s. RAZZAR. Arngrímur talað ekkert um þetta frekar og hljómsveitin fór hvergi.

Hér að neðan má heyra lagið:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila