Holtavörðuheiði lokað í kvöld vegna veðurs

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vegna veðurs verður Holtavörðuheiði lokað í kvöld kl.21:30.

Þá segir í tilkynningunni að heiðin gæti lokast í dag án fyrirvara og því rétt að fólk fari varlega.

Veðurspá næsta sólarhringinn

Norðaustan 18-25 m/s á norðvestanverðu landinu, en suðvestan 13-20 við suðurströndina, annars mun hægari vindur. Snjókoma eða slydda norðantil, sums staðar talsverð ofankoma, en rigning eða slydda með köflum sunnan- og austanlands. Hiti 0 til 6 stig. Snýst í norðan og norðvestan 15-23 í kvöld og kólnar.

Norðan 13-20 m/s á morgun. Snjókoma og hiti um og undir frostmarki um norðanvert landið, en að mestu skýjað og þurrt að kalla og hiti 2 til 8 stig syðra.

Nálgast má nánari upplýsingar um færð og lokanir á vegum með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila