Hraunflæðið farið af stað á ný í átt að Suðurstrandavegi eftir að hafa stöðvast í nótt

Svona lítur gosið út í dag

Hrauntungan sem í nótt hefur unnið hægt en örugglega að Suðurstrandavegi stöðvaðist á tímabili í nótt Þegar tók að safnast upp hrauntjörn eftir að hraunið kom að varnargarðinum norðaustan við byggðina í Grindavík. Síðan tók að renna úr hrauntjörninni í morgun. Þetta sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttavef Útvarps Sögu rétt í þessu.

Hún segir hraunið eiga eftir um 500 metra leið að Suðurstrandavegi en nái það að fara yfir veginn megi búast við að það geti náð að sjó fljótlega eftir það.

Hún segir að talsvert hafi dregið úr gosinu frá því það byrjaði þó það sé vissulega sé enn mikil virkni þó aðeins hafi dregið úr.

Aðspurð um hvort hún vilji spá einhverju um framhald gossins segir Bryndís að afar erfitt sé að spá um slíkt, það eina sem hægt sé að gera er að bíða og sjá til.

Viðtalið má heyra hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila