Hrókurinn hefur látið margt gott af sér leiða

Taflfélagið Hrókurinn hefur um árabil komið ýmsu góðu til leiðar í samfélaginu og ekki bara hérlendis heldur erlendis einnig. Eitt af því sem hann kom til leiðar hér á landi var að stofna taflfélag fyrir fólk með geðrænar áskoranir sem nefnist vinaskákfélagið. Í þættinum Við skákborðið í dag ræddi Kristján Örn Elíasson við Robert Lagermann sem hefur verið formaður Vinaskákfélagsins um árabil og sagði hann meðal annars frá starfi félagsins.

Robert segir að þegar hann og Hrafn Jökulsson heitinn ásamt tveimur öðum góðum mönnum úr Hróknum hafi dottið í hug að setja vinataflfélagið á fót hafi verið fengnir frægir skákmenn úr hróknum til þess að kynna skákina fyrir þessum þjóðfélagshópi og segir Robert að starfið hafi hitt mjög í mark.

Geggjaðasta skákfélag landsins

Starf vinaskákfélagsins hafi núna fengið að þróast og dafna í heil 20 ár og segir Robert að hann tali nú stundum um geggjaðasta skákfélag á Íslandi og segir það tilvísun í þann hóp sem skákfélagið er ætlað. Hann segir að hann sjálfur tilheyri reyndar þeim hópi sem á við geðrænar áskoranir að stríða og að vinaskákfélagið sé mjög gott fyrir fólk sem glímir við þennan vanda.

Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila